Eftir langan tíma kemur loks eitthvað

Eins og komið hefur fram reyndar í byrjun árs 2010 þá fékk ég það góða ráð að skrifa um ferli mitt hér í brasinu við að léttast. Ég tók það jákvæðum huga en svo urðu ekki nema þrjár færslu, spurning hvað þær verða margar núna. En sem sagt 99, eitthvað kíló þegar ég skrifa síðast en núna 90,9 og var komin niðurfyrir 90 en eitthvað er ekki alveg eins og það á að vera. Ég stefndi niður í 85 kíló og þangað stefni ég enn. Ég hef oft velt fyrir mér afhverju í fjandanum maður er að setja sér svona markmið með tölum og máli. Væri ekki mun eðlilegra að setja sér markmið t.d. um heilsuna, hamingjuna og þá hluti og láta þá það að missa kíló verða eins og bónus við heilsubótina. Ég hef verið að lesa ótrúlega bók eftir Guðna jógagúru og ég þessari langferð hef ég ákveðið að nota hana mér til aðstoðar og ef það eru einhverjir sem lesa þetta og skilja ekki þegar ég fer að tala um skortdýr og ljós þá bendi ég þeim á að lesa bókina.

Ég er flogaveik svo það var sennilega mín besta stund þegar ég ákvað að hætta að fara í svona skyndikúra eða gríðarleg átök og gera þetta að lífsmarkmiði mínu. Það var svo notalegt að hætta bara að hugsa um allar skyndilausnirnar sem kostuðu morðfjár og fara að gera þetta að alvöru. ég hef samt verið of góð við sjálfa mig síðust mánuði og því verð ég að taka extra vel á því núna í einhvern tíma.

En það er alltaf eitthvað sem hægt er að hanga í og nota sem afsökun, klúbbur hér, veisla þar og eitthvað í vinnunni. En ég ætla að prófa hvort ég get sagt bara nei takk og staðið við það. Oftast er ég komin með eitthvað upp í mig algjörlega hugsunarlaust og svei mér ef það er oft ansi bragðlaust líka.

En sem sagt er aðallega að skrifa fyrir mig og lofa engu um næstu skrif en ef það er einhver sem les þá væri gaman að fá komment

knús í hús


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Kristín Gunnarsdóttir
Jóna Kristín Gunnarsdóttir

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 244

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband