Smá yfirlit

Þessi dagur er svo fallegur hér á Húsavík og hjarta mitt er fullt af von sem og jákvæðni. Ég hef eins og svo margir aðrir ákveðið að verða hollari og minnka um nokkur númer. Ég hef oft áður sett mér þessi markmið og ekki alltaf gengið sem skyldi aðallega vegna þess hversu góð ég er við sjálfa mig. Það er svo auðvelt að velta upp afsökunum og detta bara í sukk og svínarí eða hafa það gott bara eins og ég hef kallað það. Góður vinur minn stakk upp á að ég héldi út bloggsíðu og skrifaði inn á hana árangurinn eða klúðrið eftir því sem við á og vildi meina að með því fengi ég smá aðhald. Ég ákvað þvi að taka þessari áskorun og nota þessa síðu sem hjálpartæki á leið minni til betra lífs. Ég er 30 ára og er núna þegar þetta er ritað 99,9 kíló en hef því miður stundum verið þyngri. Ég held að ég sé búin að prófa alla hugsanlega kúra sem ritað hefur verið um og svei mér þá ef þeir eru ekki nokkrið sem eru nánast óþekktir en ég hef þefað þá uppi. Ó hvað lífið væri dásamlegt ef það væri til svona töfra pilla ;) En þar sem ég er búin að átta mig á að þetta verð ég að gera alveg sjálf og hef reyndar tekið mig til áður og náði mér niður í 85 kíló þá veit ég að þetta er gerlegt en ég verð að breyta svo mörgu í leiðinni til þess að árangurinn haldist. Ég fór í aðgerð í ágúst á síðasta ári og var þá 85 kíló en núna í janúar er hef ég bætt heldur betur við mig.

Ég er bjartsýn enda á ég góðan mann sem styður við mig og fjögur frábær börn. Fjölskyldan mín er líka mjög stór og allir tilbúnir að styðja við bakið á manni. 

Þennan mánuð ætlum við hjónin að koma hreyfingunni á fullt og er ég meira að segja búin að skrá mig í þrekdans tvö kvöld í viku. Við erum einnig farin að borða heldur minna af ruslfæði en ákváðum samt að taka bara eitt í einu og þennan mánuð setjum við markið á hreyfinguna og ekkert nammi.

Ferðin er sem sagt byrjuð og þessi síða verður notuð sem einskonar dagbók fyrir mig en ég hefði svo sannarlega gaman af að heyra frá fleirum um þessi málefni sem og önnur sem ég mun skrifa um.

Kveðja Jóna 

 

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Kristín Gunnarsdóttir
Jóna Kristín Gunnarsdóttir

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 243

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband