13.1.2010 | 02:34
Nýr dagur ný tækifæri
Dagurinn sem nú er runninn gekk ekki alveg sem best, ég var ekki nógu sterk í dag og gaf undan nammigrísnum. Ef ég á að vera jákvæð þá gaf ég mikið minna eftir en vanalega en samt var þetta ekki alveg samkvæmt dagskránni. Ég fékk kast í nótt og var því frekar illa upplögð fyrir daginn og einmitt á svona stundu segir heilinn mér að ég þurfi að fá sælgæti, það er ekkert annað sem hann er vanur að fá eftir svona köst. Auðvitað verður líkamin þreyttur en ég man ekki eftir því að hafa heyrt né lesið að besta leiðin til að næra þreytta vöðva sé að gefa þeim hvítann sykur og nóg af aukaefnum. Fór fyrir nær ári síðan í detox og lærði heilmikið um líkaman og hvernig ég á að vera góð við hann en virðist bara hreinlega vera búin að gleyma flestu eða allavega er ég hætt að notfæra mér þessa þekkingu. En svona er þetta bara og það þýðir ekkert að hengja haus bara halda áfram og stefna upp á við.
Ég ætla að gera mér lista yfir þá hluti sem ég get gert þegar að ég fæ þessa nammilöngun. Ætla að hafa þetta hluti sem ég dúlla mér við eins og að lakka neglurnar og þess háttar dúllerí. Þetta kemur örugglega til með að hjálpa en í sannleika sagt þarf ég bara að sanna fyrir undirmeðvitundinni að ég geti og vilji þetta þ.e. að léttast og lifa skemmtilegra lífi. Þriðjudagur til þrautar segir afi minn alltaf og því er fínt að byrja þrautina í dag og taka á því. Ætla að fara eftir prógramminu í einu og öllu í viku frá og með þessum degi og mæla svo árangurinn. Það er ekki þannig að ég ætli að hætta svo heldur man ég ekki eftir því að ég hafi komist í gegnum heila viku án þess að svindla á sjálfri mér og þvi þarf ég að byrja á því að sanna fyrir mér að ég geti þetta.
En hvernig fer ég að því þegar að það er svo auðvelt að sannfæra mig um að ég byrji bara aftur eða að ég geti þetta bara ekki, ég er nefninlega snillingur að finna afsakanir fyrir sjálfa mig. Ég er búin að eiga líkami fyrir lífið bókina lengi og er alltaf að glugga í hana, og já ég á líka dr phil og fleiri og fleiri en hef alltaf haft álit á líkama fyrir lífið aðferðinni. Ég ákveð því hér með að lesa hana núna og fara eftir þvi sem í henni er sagt og leyfa honum Bill að sannfæra mig um að ég geti þetta.
Málið er að ég verð að hafa þetta af þar sem ég á börn sem fylgja bara í mín fótspor ef ég geri ekkert og það er mér illa við að hafa á samviskunni. Það er nefninlega ég sem kaupi inn og set fordæmi fyrir þau. Jæja samkvæmt bókinni góðu á ég að gera þolæfingar á fastandi maga á morgnanna og til þess að geta það þarf ég að vakna hálf sjö því ég verð að vera komin heim til að sjá um skrílinn klukkan hálf átta. Tók reyndar svefntöflu núna til að rétta svefninn en nú fer ég og stilli klukkuna og byrja nýtt líf.
Þangað til seinna
Jóna
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.